Það sem ég hef að bjóða
Eftir að hafa starfað við styrktarþjálfun íþróttaliða í áratug og rekið eigið fyrirtæki skil ég hversu krefjandi það getur verið að stilla strengi innan teyma og finna leiðir til þess að tryggja að vöxtur og þróun eigi sér stað, bæði hjá einstaklingum og teymi í heild. Með markvissri teymisþjálfun legg ég mitt að mörkum og aðstoða teymi við að finna sinn farveg í átt að dýnamíkinni sem fyrirfinnst í árangursríkum teymum.
Ég er PCC vottaður markþjálfi og starfa sem leiðbeinandi í markþjálfanámi Virkja. Ég hef farið í gegnum nám með AATC vottun (e. Advance Accreditation in Team Coaching) frá ICF (e. International Coaching federation) og starfa í samræmi við siðareglur þeirra og staðla. Ég er á vegferðinni í átt að ACTC vottun (e. Advanced Certification in Team Coaching) - á fleygi ferð!
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða bóka þjálfun fyrir teymið þitt.
📧 Tölvupóstur: runa@virkja.is
📞 Sími: +354 8657993
1
Teymisþjálfun
Teymisþjálfun er vegferð þar sem samsköpun og ígrundun á sér stað um dýnamík teymisins og tengsl sem hvetur teymið til að hámarka eiginleika sína og möguleika í átt að árangri.Í teymisþjálfun lærir teymið að vinna saman með skýrari sýn á tilgang og markmið, sterkari tengslum og jákvæðari samskiptum.
2
Markþjálfun
Markþjálfun er faglegt ferli þar sem markþjálfi og markþegi vinna saman í uppbyggilegu og traustu samstarfi með það að markmiði að efla vitund, skýrleika og árangur. Markþjálfun samkvæmt ICF (e. International coaching federation) byggir á því að maðurinn sé heill, skapandi og fullfær um að finna sínar eigin lausnir, ef hann fær rými, speglun og rétt verkfæri. Markþjálfun snýst því ekki um að fá ráð, heldur að uppgötva nýtt sjónarhorn, greiða flækjur, sjá valkosti og stíga markviss skref í átt að því sem skiptir máli.
3
Námskeið og erindi
Kynning á teymisþjálfun
Traust og samvinna
Væntanlegt:
Þjónandi forysta og samskipti í teymum




